Samfélagsábyrgð Arion banka
Starfsfólk Arion banka leggur kapp á að starfa með ábyrgum hætti, í sátt við samfélag og umhverfi. Okkar hlutverk er að veita viðskiptavinum Arion banka góða og þægilega þjónustu með það að markmiði að hjálpa einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum að ná sínum markmiðum. Þannig sýnir Arion banki samfélagsábyrgð í verki fyrst og fremst með því að sinna hlutverki sínu af kostgæfni og ábyrgð, viðskiptavinum og samfélaginu öllu til gagns.
Í störfum sínum hefur starfsfólk Arion banka að leiðarljósi að gera gagn, láta verkin tala og koma hreint fram.
Arion banki starfar af sanngirni og setur hagsmuni viðskiptavina, starfsfólks, fjárfesta og samfélagsins á oddinn. Í störfum sínum hefur starfsfólk Arion banka að leiðarljósi að gera gagn, láta verkin tala og koma hreint fram. Það eru hornsteinar bankans og eru þeir lýsandi fyrir störf okkar og ákvarðanatöku. Í sérstökum kafla um stefnu og framtíðarsýn má lesa nánar um hornsteinana og stefnu bankans. Siðareglur Arion banka, sem samþykktar eru af stjórn bankans, leggja áherslu á ábyrga ákvarðanatöku og veita starfsfólki viðmið í störfum sínum.
Arion banki og samfélagið
Stefna Arion banka um samfélagsábyrgð var sett árið 2016. Í henni eru skilgreind helstu áhersluatriði og hagsmunaaðilar. Stefnan byggir á þeirri menningu sem skapast hefur innan bankans og því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum, m.a. í tengslum við fjármálafræðslu og nýsköpun auk betri og þægilegri bankaþjónustu. Við stefnumótunina naut starfsfólk bankans liðsinnis ráðgjafa frá KPMG á Íslandi og í Svíþjóð.
Saman látum við góða hluti gerast er yfirskrift stefnunnar sem vísar til þess mikilvæga hlutverks sem Arion banki gegnir í samfélaginu og þeirra hluta sem bankinn, starfsfólk hans og viðskiptavinir geta komið í framkvæmd í sameiningu. Starfsfólk Arion banka leggur áherslu á að samfélagsábyrgð sé hluti af daglegri starfsemi bankans, ákvarðanatöku og ferlum. Við forgangsröðun áhersluatriða og val á verkefnum hefur verið byggt á hugmyndum starfsfólks, samtölum við hagsmunaaðila og stjórn. Þá hafa verið haldnar vinnustofur með stórum hluta starfsfólks með það að markmiði að draga fram hvernig við getum lagt enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð í okkar daglegu störfum.
Stefna Arion banka um samfélagsábyrgð
Saman látum við góða hluti gerast
Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem við störfum í. Við setjum okkur í spor viðskiptavina og leitumst stöðugt við að gera betur í dag en í gær.
Við störfum á eftirsóknarverðum vinnustað þar sem þekking skapar verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, fjárfestum og samfélaginu öllu til góða.
Verkefni og skýrslugjöf
Starfsfólk Arion banka leggur áherslu á að samfélagsábyrgð sé hluti af daglegri starfsemi bankans, ákvarðanatöku og ferlum.
Fjölda verkefna hefur verið komið í farveg frá því að stefna bankans um samfélagsábyrgð var kynnt. Arion banki hefur verið aðili að UN Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um innleiðingu ábyrgra starfshátta frá árslokum 2016. Við skýrslugerð er horft til þeirra tíu grundvallarmarkmiða sem fram koma í sáttmálanum og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk ófjárhagslegra atriða sem Nasdaq á Norðurlöndunum leggur áherslu á. Þau viðmið miða flest að því að uppfylla ákveðna þætti Global Reporting Initiative, alþjóðlegs staðals sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum tengdum samfélagsábyrgð á gagnsæjan hátt.
Á árinu 2017 var unnið að mótun formlegrar stefnu bankans á sviði ábyrgra fjárfestinga og innleiðingu hennar í fjárfestingar- og lánaákvörðunarferli bankans en sú vinna mun halda áfram á árinu 2018. Síðla árs 2017 gerðist Arion banki aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI).
Hagsmunaaðilar
Helstu hagsmunaaðilar Arion banka og áhersluatriði starfsfólks bankans á sviði samfélagsábyrgðar eru skilgreind í stefnu bankans um samfélagsábyrgð og eru einnig sett fram í myndinni hér fyrir neðan.
Ábyrgir og arðsamir viðskiptahættir
Hjá Arion banka viljum við vera til fyrirmyndar þegar kemur að ábyrgum rekstri og góðum viðskiptaháttum. Í allri ákvarðanatöku metum við þá margvíslegu hagsmuni sem undir liggja og horfum til langs tíma, ekki síður en skamms. Við leggjum mat á þann ávinning og þá áhættu sem ákvarðanir og lánveitingar geta falið í sér með ólíka hagsmuni í huga.
Arion banki hefur lagt áherslu á að skrá félög í kauphöll og hefur komið að meirihluta nýskráninga á undanförnum árum.
Á hverju ári komum við að fjölda spennandi fjárfestingarverkefna með viðskiptavinum okkar, m.a. með það að markmiði að efla atvinnu- og viðskiptalíf hér á landi. Hjá bankanum starfar fjárfestingaráð sem tekur ákvarðanir um fjárfestingu og sölu eigna. Við leggjum áherslu á að félögum í okkar eigu, en í óskyldum rekstri, sé eftir föngum komið í sem breiðast eignarhald. Arion banki hefur því lagt áherslu á að skrá félög í kauphöll og hefur bankinn komið að meirihluta nýskráninga á undanförnum árum. Það er liður í að stuðla að endurreisn innlends hlutabréfamarkaðar og fjölga fjárfestingarkostum á almennum markaði.
Hjá bankanum er starfandi verkefnahópur um ábyrgar fjárfestingar og lánveitingar. Á árinu 2017 vann hópurinn öflugt starf við mótun formlegrar stefnu bankans á sviði ábyrgra fjárfestinga og innleiðingu hennar í fjárfestingar- og lánaákvörðunarferli bankans. Þeirri vinnu verður áfram haldið á árinu 2018.
Félagið IcelandSIF var stofnað árið 2017 með það að markmiði að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Arion banki er stofnaðili að félaginu. Þá gerðist Arion banki aðili að UN PRI, meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, síðla árs 2017. Aðild bankans er liður í aukinni áherslu bankans á málefni samfélagsábyrgðar og hefur bankinn skuldbundið sig til að leggja áherslu á umhverfis- og samfélagsleg málefni auk góðra stjórnarhátta við mat á fjárfestingarkostum og við fjárfestingarákvarðanir. Á árinu gaf Arion banki einnig út ritið Umboðsskylda sem fjallar um umboðsskyldu fagfjárfesta og samspil hennar við samfélagslega ábyrgar fjárfestingar. Sjá nánar í umfjöllun um eignastýringarsvið Arion banka.
Innri reglur og eftirlit
Starfsfólk Arion banka er meðvitað um þá staðreynd að starfsemi bankans hefur áhrif á samfélagið í heild sinni.
Starfsfólk Arion banka er meðvitað um þá staðreynd að starfsemi bankans hefur áhrif á ólíka hagsmunaaðila og samfélagið í heild sinni. Við höfum sett okkur starfsreglur, siðareglur og stefnur um ólíka þætti starfseminnar, s.s. um upplýsingagjöf, upplýsingaöryggi, peningaþvætti og jafnréttismál.
Siðareglum bankans er ætlað að stuðla að ábyrgri ákvarðanatöku í Arion banka. Siðareglurnar gilda jafnt um stjórn bankans og stjórnendur sem og annað starfsfólk en bankastjóri ber ábyrgð á að þeim sé fylgt. Siðareglurnar eru samþykktar af stjórn bankans og skulu endurskoðaðar a.m.k. árlega. Upplýsingar um siðreglur Arion banka má sjá hér.
Við leggjum áherslu á ábyrga stjórnarhætti. Skýrir ferlar við ákvarðanatöku eru lykillinn að ábyrgum stjórnarháttum og við vinnum með verkferla á öllum sviðum bankans í þeim tilgangi að tryggja faglega afgreiðslu mála. Arion banki hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum í desember 2015 að undangengnu formlegu mati á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Nánar má lesa um stjórnarhætti Arion banka hér.
Áhættustýring er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Það er stefna okkar að viðhalda þeirri menningu að áhættustýring sé verkefni okkar allra. Nánar má lesa um áhættustýringu Arion banka hér.
Aðgerðir gegn fjármunabrotum samfélaginu til hagsbóta
Arion banki tekur alvarlega þær skyldur sínar að standa vörð um viðskiptavini sína og þær eignir sem eru í umsjá bankans.
Fjármunabrot geta valdið samfélaginu verulegum skaða og grafið undan trausti og skilvirkni fjármálakerfisins í heild sinni. Arion banki tekur alvarlega þær skyldur sínar að standa vörð um viðskiptavini sína og þær eignir sem eru í umsjá bankans með því að sporna við fjármunabrotum.
Arion banki leggur ríka áherslu á að fyrirbyggja fjármunabrot og þau skaðlegu áhrif sem þau geta haft á viðskiptavini, rekstur bankans og samfélag okkar. Í þessum tilgangi veitir bankinn starfsfólki viðeigandi þjálfun og fræðslu, viðhefur skilvirkt eftirlit og á gott samstarf við löggæsluyfirvöld. Bankinn er einnig meðvitaður um hættu á hagsmunaárekstrum sem óhjákvæmilega fylgir starfseminni og hefur gripið til sérstakra ráðstafana til að fyrirbyggja að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina.
Bankinn leggur sérstaka áherslu á aðgerðir til að fyrirbyggja:
- peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og brot gegn viðskiptaþvingunum
- hagsmunaárekstra
- markaðsmisnotkun og innherjasvik
- sviksemi og spillingu
Að okkar mati er það að þekkja vel þá aðila sem við störfum með eða eigum viðskipti við ein mikilvægasta aðgerðin til að fyrirbyggja fjármunabrot. Bankinn kannar bakgrunn þeirra sem starfa á hans vegum og aflar upplýsinga um viðskiptavini sína, bæði frá þeim sjálfum og í gegnum opinberar upplýsingaveitur, s.s. þjóðskrá og fyrirtækjaskrá.
Sjálfvirkt eftirlit er hluti af þeim aðgerðum sem bankinn framkvæmir til að sporna við fjármunabrotum. Bankinn rekur ýmis tölvukerfi í þeim tilgangi að greina grunsamleg viðskipti eða bera kennsl á viðskiptavini sem kunna að teljast til áhættuhópa, s.s. varðandi spillingu, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Þá er bankinn einnig á varðbergi gagnvart tölvuárásum, en sú áhætta vex samhliða því sem rafræn viðskipti aukast.
Árlega gengst starfsfólk okkar undir könnunarpróf til að ganga úr skugga um að þekking á peningaþvætti, vörnum gegn því og meðferð trúnaðarupplýsinga sé fullnægjandi.
Ekkert eftirlit er þó eins öflugt og vökul augu starfsmanna. Starfsfólk fær reglulega þjálfun, þar sem það er meðal annars frætt um atriði sem geta vakið upp grunsemdir. Árlega gengst starfsfólk okkar undir könnunarpróf til að ganga úr skugga um að þekking á peningaþvætti, vörnum gegn því og meðferð trúnaðarupplýsinga sé fullnægjandi. Að auki eru haldin fjölmörg námskeið innan bankans, m.a. um samkeppnisréttarstefnu bankans, hagsmunaárekstra og markaðssvik.
Starfsfólk er hvatt til að láta vita ef grunur vaknar um fjármunabrot, hvort sem um er að ræða athafnir af hálfu starfsfólks bankans, samstarfsaðila eða viðskiptavina. Starfsfólki býðst að senda ábendingar nafnlaust auk þess sem bankinn gætir trúnaðar um uppruna ábendinga nema annað sé skylt samkvæmt lögum. Allar ábendingar um hugsanlega ólögmæta háttsemi eru rannsakaðar af eftirlitseiningum bankans og tilkynntar til viðeigandi löggæsluyfirvalda eftir því sem tilefni er til.
Þægilegri bankaþjónusta
Við leggjum ríka áherslu á að viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu.
Við leggjum ríka áherslu á að viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu. Liður í því er að byggja upp góð tengsl við viðskiptavini, stunda ábyrgar lánveitingar, bjóða upp á öfluga fjármálaráðgjöf og hvetja til sparnaðar. Við viljum að viðskiptavinir okkar geti átt í viðskiptum hvar og hvenær sem er, þegar þeim hentar. Þess vegna höfum við að undanförnu lagt ríka áherslu á að þróa og kynna nýjar stafrænar lausnir.
Við hlustum á rödd viðskiptavina okkar því þeirra ánægja og upplifun skiptir okkur máli. Reglulega framkvæmum við þjónustukannanir þar sem sérstaklega er horft til hversu líklegir eða ólíklegir viðskiptavinir okkar eru til að mæla með þjónustu okkar við aðra. Á árinu 2017 framkvæmdum við í auknum mæli slíkar mælingar fyrir einstaka þjónustuþætti með það að markmiði að bæta undirliggjandi þjónustu. Sem dæmi um þetta má nefna mælingar á ánægju viðskiptavina sem hafa hringt í þjónustuver, komið í útibú eða tekið íbúðalán.
Lykillinn að því að skilja þarfir viðskiptavina okkar eru góð tengsl. Arion banki er tengslabanki sem leggur áherslu á að byggja upp langtímasamband við viðskiptavini með því að bjóða upp á öfluga þekkingu, framúrskarandi þjónustu og fjölbreytt vöruframboð.
Við skráum allar ábendingar frá viðskiptavinum og vinnum úr þeim með markvissum hætti.
Við erum þakklát fyrir þær ábendingar sem okkur berast. Til þess að halda utan um það sem betur mætti fara í samskiptum okkar við viðskiptavini og almennt í starfseminni skráum við allar ábendingar og vinnum úr þeim með markvissum hætti. Við skráum að sjálfsögðu líka allar hugmyndir og hrós og komum í réttan farveg. Á árinu 2017 skráðum við 18.169 ábendingar, hugmyndir og hrós frá viðskiptavinum.
Við lítum á ábendingar sem tækifæri til að bæta okkur og þannig gera stöðugt betur í dag en í gær. Margar þeirra ábendinga sem við höfum fengið hafa orðið til þess að verklag hefur verið bætt. Í sumum tilfellum hafa ábendingar viðskiptavina orðið uppspretta að stórum tæknilegum breytingum sem hafa haft víðtæk, jákvæð áhrif á starfsemi og þjónustu bankans.
Stafræn þjónusta
Við höfum einsett okkur að vera fremsti stafræni bankinn á Íslandi. Markmið okkar er að auka aðgengi að stafrænum vörum og þjónustu bankans og þannig veita viðskiptavinum okkar þægilegri bankaþjónustu, hvar og hvenær sem er.
Við nýtum gögn og greiningar til að taka góðar ákvarðanir og þróa snjallar lausnir.
Unnið er að því að sjálfvirknivæða og einfalda verklag þannig að í öllum ferlum verði sem fæst handtök, bæði fyrir viðskiptavininn og starfsfólk bankans. Við nýtum gögn og greiningar til að taka góðar ákvarðanir og þróa snjallar og skapandi lausnir sem viðskiptavinum okkar finnst spennandi.
Með því að nýta okkur kosti tækninnar mætum við viðskiptavinum okkar þegar og þar sem þeim hentar. Tæknin mun auðvelda okkur að þekkja viðskiptavini okkar, skilja og uppfylla þarfir þeirra. Við viljum vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar, hvort sem þeir vilja sinna bankaviðskiptum sínum með stafrænum leiðum eða koma til okkar og hitta okkur í eigin persónu.
Arion appið er besta bankaappið á Íslandi.
Á árinu voru miklar framfarir í stafrænni þjónustu Arion banka en fjöldi nýrra stafrænna þjónustuleiða var kynntur til sögunnar á árinu til viðbótar við þær sem settar voru í loftið á árinu 2016 auk þess sem könnun MMR sýndi að Arion appið er besta bankaappið á Íslandi. Fleiri lausnir hafa verið kynntar það sem af er á árinu 2018 og á næstu misserum munum við kynna enn fleiri nýjar stafrænar þjónustuleiðir með það að markmiði að veita einstaklingum og fyrirtækjum enn þægilegri bankaþjónustu.
Fjármálalæsi
Við látum okkur þekkingu viðskiptavina á fjármálum varða. Það er hluti af þjónustu okkar og ábyrgð gagnvar samfélaginu. Við tryggjum viðskiptavinum okkar góðan aðgang að upplýsingum um stöðu eigin fjármála, meðal annars í Arion appinu og netbankanum. Þá bjóðum við einnig upp á heimilisbókhald sem eykur skilning og yfirsýn yfir fjármál heimilisins og margvísleg námskeið um fjármál.
Fjármálalæsi eykur skilning viðskiptavina okkar á eigin fjármálum.
Hröð þróun fjármálaþjónustu og fjölbreyttir valkostir geta gert fjármálin flókin og erfið viðfangs en fjármálalæsi eykur skilning viðskiptavina okkar á eigin fjármálum og þeim valkostum sem í boði eru. Fjármálalæsi nær til ýmissa þátta, allt frá því að fylgjast með fjármálum heimilisins, setja sér markmið og gera áætlanir, til stærri ákvarðana á borð við fasteignakaup og ákvarðana um lífeyrissparnað. Stórar ákvarðanir í fjármálum geta haft mikil áhrif á fjárhagslega stöðu fólks til framtíðar en bætt fjármálalæsi stuðlar að betri ákvarðanatöku sem byggð er á skilningi og þekkingu. Bætt fjármálalæsi styður viðskiptavini til að ná betri tökum á eigin fjármálum og leggur grunn að fjárhagslegum stöðugleika.
Við leggjum okkur fram um að bjóða viðskiptavinum vandaða fjármálaráðgjöf. Á árinu 2017 útskrifuðust 7 starfsmenn bankans sem vottaðir fjármálaráðgjafar og þar með eru vottaðir ráðgjafar sem starfa hjá bankanum orðnir 57.
Líkt og fyrri ár buðum við upp á fjölda námskeiða og fræðslufundi um hinar ýmsu hliðar fjármála. Þannig hjálpum við viðskiptavinum okkar og samfélaginu að skilja betur þá fjölbreyttu valkosti sem í boði eru. Aukinn skilningur auðveldar viðskiptavinum okkar að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál.
Það er mikilvægt að byrja snemma. Því leggjum við sérstaka áherslu á fjármálalæsi ungmenna og hefur fjöldi barna og unglinga sótt fjármálanámskeið bankans um land allt. Arion banki hefur undanfarin ár verið aðalbakhjarl Stofnunar um fjármálalæsi sem beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi í samfélaginu.
Við tökum virkan þátt í umræðu um fjármál og efnahagslíf í landinu og stuðlum að opinni og upplýstri umræðu með því að bjóða upp á fjölbreytta fundi og ráðstefnur um fjármál og efnahagslíf.
Nokkur dæmi um fræðsluverkefni og þátttöku:
- Jón Jónsson fræddi á annað hundrað unglinga á aldrinum 14-16 ára um fjármál.
- Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, hélt opna fræðslufundi þar sem viðskiptavinum Arion banka og öðrum bauðst að sækja sér fjármálafræðslu sér að kostnaðarlausu.
- Bíbí, Blaki og Ari úr Sparilandi mættu á bæjarhátíðir víða um land, Arion banka fótboltamótið sem haldið var í Víkinni, Fossvogi, og fleiri skemmtilega viðburði. Þau eru nú orðin vel þekkt hjá yngstu kynslóðinni. Þá var lagður grunnur að fræðsluátaki fyrir yngstu kynslóðina í tengslum við Spariland.
- Fjöldi viðskiptavina og annarra gesta sótti fræðslufundi um lífeyrissparnað á vegum bankans.
- Greiningardeild Arion banka hélt á annan tug funda sem vel yfir þúsund gestir sóttu. Sumir fundanna voru sendir út í beinni útsendingu á Facebook-síðu Arion banka sem gaf enn fleiri aðilum kost á að fylgjast með.
- Auk funda fór starfsfólk greiningardeildar í fjölda viðtala við fjölmiðla auk þess að gefa út efni og halda erindi á fjölda funda og ráðstefna.
- Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir verkefni sem nefnist Fjármálavit og lítur að því að auka fjármálalæsi unglinga á efsta stigi grunnskóla og er Arion banki þátttakandi í því verkefni.
- Yfir 8.000 gestir sóttu fræðslufundi, ráðstefnur og aðra viðburði á vegum bankans á árinu 2017. Auk þess tók Arion banki þátt í fjölmörgum ráðstefnum og sýningum utan bankans.
Straumlínustjórnun
Straumlínustjórnun snýst um að setja viðskiptavininn ávallt í aðalhlutverk og lágmarka það sem ekki eykur virði þjónustunnar.
Frá árinu 2012 hefur Arion banki unnið samkvæmt hugmyndafræði straumlínustjórnunar sem snýst í meginatriðum um að draga úr sóun og auka skilvirkni. Nú hafa allir starfsmenn hlotið þjálfun og fræðslu í aðferðafræði straumlínustjórnunar. Straumlínustjórnun snýst í grunninn um að setja viðskiptavininn ávallt í aðalhlutverk og lágmarka það sem ekki eykur virði þjónustunnar. Stöðugar umbætur skipa stóran sess í þessari vegferð, þ.e. að við séum stöðugt að bæta þjónustuna okkar og gera betur í dag en í gær. Á árinu 2017 lokuðum við 6.069 umbótum sem er vel umfram markmið ársins um sjö umbætur á hvern starfsmann.
Eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólk Arion banka er þétt og öflug liðsheild. Við kappkostum að búa vel að öllu starfsfólki og höfum unnið markvisst að því að skapa hvetjandi og jákvætt starfsumhverfi þar sem ólíkir einstaklingar geta vaxið í starfi og eflt kunnáttu sína.
Stefna bankans er að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks óháð kyni og vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir alla.
Við höfum skýra sýn í jafnréttismálum. Stefna bankans er að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsfólks óháð kyni og vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir alla. Í bankanum er starfandi jafnréttisnefnd og við höfum mótað jafnréttisáætlun sem og aðgerðaáætlun í jafnréttismálum. Arion banki er aðili að Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact sem er alþjóðlegt viðmið sem fyrirtæki geta haft að leiðarljósi, bæði til að efla konur innan fyrirtækja og sömuleiðis auka áhrif þeirra í samfélaginu. Með áherslu sinni á jöfn tækifæri vinnur Arion banki að fimmta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um jafnrétti kynjanna (gender equality).
Arion banki hlaut Jafnlaunavottun VR árið 2015, fyrstur íslenskra banka. Vottunin er formleg staðfesting á því að bankinn hafi sett sér jafnlaunastefnu og að til staðar séu formlegar, skjalfestar verklagsreglur sem uppfylla kröfur vottunaraðila um að málefnaleg og fagleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við launaákvarðanir og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Við höfum frá upphafi staðist allar viðhaldsúttektir og launagreiningar úttektaraðila og útskýrður launamunur hefur farið stöðugt lækkandi frá árinu 2015. Við munum sækja um heimild til Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið því til staðfestingar að bankinn uppfylli skilyrði laga um jafnlaunavottun sem tóku gildi 1. janúar 2018.
Við líðum ekki einelti, kynferðislega áreitni eða önnur óæskileg samskipti og höfum sett okkur skýra stefnu gegn slíkri hegðun auk reglna um hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um slíkt.
Við framkvæmum vinnustaðagreiningar reglulega auk fjölda innri mælinga og greininga, með það að markmiði að efla starfsumhverfið og starfsánægju. Það er mikilvægt að gott jafnvægi ríki á milli vinnu og einkalífs og því er starfsfólk hvatt með ýmsum hætti til að rækta eigin heilsu og áhugamál. Við líðum ekki einelti, kynferðislega áreitni eða önnur óæskileg samskipti og höfum sett okkur skýra stefnu gegn slíkri hegðun auk reglna um hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um slíkt.
Við leggjum ríka áherslu á að efla og viðhalda þekkingu starfsfólks bankans. Þess vegna bjóðum við upp á fjölbreytt námskeið og þjálfun þar sem áhersla er lögð á að efla og viðhalda faglegri og persónulegri hæfni starfsfólks. Á árinu 2017 héldum við á fimmta tug námskeiða þar sem þátttakendur voru hátt í 900 talsins. Til viðbótar við formleg námskeið og fræðslufundi sækir fjöldi starfsfólks reglulegu hádegisfyrirlestrana okkar sem haldnir eru undir yfirskriftinni Við tengjum betur. Fyrirlestrarnir eru opnir öllu starfsfólki bankans og er markmið þeirra að upplýsa starfsfólk um áhugaverð málefni innan bankans, einstök verkefni og starfsemi sviða og deilda svo fátt eitt sé nefnt.
Nánar má lesa um mannauðsmál Arion banka hér.
Skapandi efnahagslíf
Eitt af helstu áhersluatriðum Arion banka varðandi samfélagsábyrgð er að stuðla að skapandi efnahagslífi hér á landi. Á undanförnum árum höfum við komið að fjölda spennandi fjárfestingarverkefna með viðskiptavinum okkar, m.a. með það að markmiði að efla atvinnulíf hér á landi. Þá höfum við lagt á það áherslu að þau félög sem eru í okkar eigu en í óskyldum rekstri sé eftir föngum komið í sem breiðast eignarhald og þau skráð í kauphöll. Arion banki hefur komið að rúmlega 60% nýskráninga á undanförnum árum og þannig stuðlað að því að endurreisa innlendan hlutabréfamarkað og fjölga fjárfestingarkostum á almennum markaði.
Arion banki vinnur markvisst með og fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Við trúum því að hvatning til nýsköpunar hafi jákvæð áhrif á samfélagið og því leggjum við okkur fram um að styðja við frumkvöðla, meðal annars með því því að veita frumkvöðlum aðgengi að ráðgjöf og fjármagni og styðja fyrirtæki í rekstri til frekari vöruþróunar. Arion banki vinnur markvisst með og fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki, sem og fjárfesta. List og hönnun eru einnig stór partur af því að skapa hér á landi efnahagslíf sem einkennist af sköpunarkrafti og nýsköpun og styður Arion banki með myndarlegum hætti við slíkt starf. Markviss stuðningur Arion banka við nýsköpun og skapandi efnahagslíf, virk þátttaka í uppbyggingu og fjárfestingarverkefnum auk ábyrgrar starfsemi styður við tvö af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Bæði áttunda markmiðið sem fjallar um góða atvinnu og hagvöxt (e. decent work and economic growth) og einnig það níunda sem fjallar um nýsköpun og uppbyggingu (e. industry, innovation and infrastructure).
Nýsköpun
Með öflugri nýsköpun geta hugmyndir og þekking orðið að nýrri tækni, nýjum aðferðum eða jafnvel nýjum iðngreinum, hvort sem er innan þroskaðra fyrirtækja eða í frumkvöðlaumhverfinu. Öll viðleitni einstaklinga til nýsköpunar, uppbyggingar og nýrrar verðmætasköpunar er mikilvæg og við tökum slíka viðleitni alvarlega og íhugum vel hvort og hvernig við getum orðið að liði.
Við viljum skapa frjóan jarðveg og örvandi umhverfi fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki hér á landi. Arion banki býður upp á fjölbreyttar leiðir og fjármálalausnir til þess að styðja við einstaklinga og fyrirtæki til að ná markmiðum sínum til framtíðar. Þannig styður Arion banki við bakið á nýsköpun allt frá grunnskólastigi til háskólastigs og áfram út í atvinnulífið.
Vinsælir viðskiptahraðlar
Startup Reykjavík er stærsta nýsköpunarverkefni Arion banka en markmið verkefnisins er að skapa umhverfi þar sem frumkvöðlar njóta ráðgjafar og leiðsagnar reynslumikilla aðila í þeim tilgangi að gera hugmyndir sínar að veruleika og skapa þannig ný viðskiptatækifæri. Þátttökuteymum er boðið fjármagn í formi hlutafjár, þjálfun og vinnuaðstaða þar sem frumkvöðlar hafa tækifæri til að hittast. Teymin fá einnig tækifæri til að kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum aðilum bæði hvað varðar þróun hugmyndanna sem og mögulega framtíðarfjármögnun. Startup Reykjavík er að fullu í eigu Arion banka en viðskiptahraðallinn er rekinn í samvinnu við Icelandic Startups. Startup Reykjavík var valinn besti viðskiptahraðall á Norðurlöndunum árið 2015 og á Íslandi árin 2015, 2016 og 2017 af Nordic Startup Awards.
Startup Energy Reykjavík (SER) er viðskiptahraðall sem byggir á sömu hugmyndafræði og Startup Reykjavík en þar er einblínt á verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Verkefnið fór af stað vorið 2014 en þá tóku 7 fyrirtæki þátt. Vorið 2015 bættust önnur 7 fyrirtæki í hópinn sem og haustið 2016. SER er samstarfsverkefni Arion banka, Landsvirkjunar, GEORG, Nýsköpunarmiðstöðvar, Icelandic Startups og Iceland Geothermal.
Fjöldi umsókna í viðskiptahraðlana tvo sýnir að mikil þörf er bæði fyrir sprotafjármagn og virka leiðsögn til frumkvöðlafyrirtækja. Arion banki fjárfestir í öllum þeim fyrirtækjum sem valin eru til þátttöku í viðskiptahröðlunum tveimur.
Fjármögnun fyrirtækja á sínum fyrstu stigum skiptir að jafnaði miklu máli. Fyrirtæki sem hafa farið í gegnum SR og SER hafa fengið viðbótarfjármögnun í kjölfar þátttöku sinnar í viðskiptahraðli. Í upphafi árs 2018 hafa fyrirtæki fengið fjármögnun sem nemur yfir 3.600 milljónum króna í hlutafé og styrki.
Samstarf við European Investment Fund
Árið 2016 hóf Arion banki samstarf við European Investment Fund (EIF) og býður nú fjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hyggjast innleiða nýjungar í sinni starfsemi, hvort sem um er að ræða innleiðingu á nýjum vörum, ferlum eða þjónustu. Tilgangur samstarfsins er að veita fyrirtækjum aðgang að fjármagni á lægri vöxtum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og með því styðja við nýsköpun og örva atvinnulíf, rannsóknir og þróun. Lánin eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hyggjast fjárfesta í:
- Nýrri framleiðslu
- Innleiðingu á nýjum vörum, ferlum eða þjónustu
- Þróun
- Nýrri aðferðafræði
- Tækni
EIF-sjóðurinn ábyrgist hluta lánsins sem Arion banki veitir og viðskiptavinir bankans njóta ávinnings samstarfsins í lægri vaxtakjörum.
European Investment Fund er sjóður í eigu European Investment Bank, en sjóðurinn er í samstarfi við 74 fjármálafyrirtæki í 29 löndum Evrópu. Arion banki er eina fjármálafyrirtækið á Íslandi sem er í samstarfi við EIF.
Hluthafi í sprota- og vaxtasjóðnum Eyrir Sprotar
Arion banki er í samstarfi við Eyri Invest um rekstur sprota- og vaxtarsjóðsins Eyrir Sprotar slhf. Eyrir Invest og Arion banki eru stærstu hluthafar sjóðsins en á árinu 2016 bætti bankinn við fjárfestingu sína í sjóðnum sem nemur nú tæpum 1,3 milljörðum króna.
Aldrei of snemmt að byrja
Arion banki er einn af aðalstyrktaraðilum Nýsköpunarkeppni grunnskólanna en keppnin er ætluð nemendum í 5.-7. bekk. Alls bárust um 1100 hugmyndir í keppnina árið 2017 og voru 25 valdar úr til að keppa um bestu hugmyndina.
Jafnframt er bankinn einn af aðalbakhjörlum Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Samtökin hafa það hlutverk að búa ungt fólk undir framtíðina og auka færni þess til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamennt í framhaldsskólum. Þannig er frumkvöðlastarf kynnt fyrir framhaldsskólanemum með það að markmiði að efla frumkvöðlaanda meðal ungmenna og þjálfa frumkvöðla framtíðarinnar. Árið 2017 tóku á fjórða hundrað nemenda í ellefu framhaldsskólum þátt og er útlit fyrir að fjöldinn verði enn meiri á næstu árum. Markmiðið er að gefa meirihluta íslenskra nemenda færi á að kynnast frumkvöðlastarfi af eigin raun í námi sínu. Arion banki er einn fjögurra öflugra bakhjarla verkefnisins.
Stuðningur við nýsköpun á flestum stigum samfélagsins
Við lítum svo á að með stuðningi við nýsköpun á hinum ýmsu stigum menntunar og þroska fyrirtækja séum við að hlúa að framtíðinni og stuðla að enn fjölbreyttara atvinnulífi hér á landi þegar fram líða stundir.
Arion banki styður þannig markvisst við nýsköpun frá grunnskólastigi til atvinnulífs.
List og hönnun
Reglulega stendur Arion banki fyrir listasýningum og fyrirlestrum um myndlist og hönnun í höfuðstöðvum sínum. Bankinn á um 1.300 listaverk eftir marga af merkustu listamönnum þjóðarinnar og eru þau sýnileg í útibúum og á öðrum starfsstöðvum bankans.
Bankinn á um 1.300 listaverk eftir marga af merkustu listamönnum þjóðarinnar.
Í janúar 2017 var opnuð sýningin Því myndin byrjar einhvers staðar. Þar voru málverk úr safni bankans pöruð saman við verk yngri listamanna, verk sem tengdust á einn eða annan hátt. Við opnun sýningarinnar hélt Dorothée Kirch áhugaverðan fyrirlestur um þetta samtal verkanna.
Í mars fór hluti af HönnunarMars aftur fram í höfuðstöðvum bankans, en árið 2016 var gerður þriggja ára samstarfssamningur milli Arion banka og Hönnunarmiðstöðvar Íslands um aðkomu bankans að þessari stóru hönnunarhátíð. Þá var DesignMatch haldið í höfuðstöðvum Arion banka sem hluti af HönnunarMars. Þar var um nokkurs konar kaupstefnu að ræða þar sem íslenskum hönnuðum var gefið tækifæri til að hitta erlenda kaupendur og framleiðendur og kynna hugmyndir sínar og hönnun. Á sama tíma var opnuð sýningin Hús í myndlist í höfuðstöðvum bankans en á henni mátti finna verk ólíkra listamanna, sem hafa unnið á einn eða annan hátt með arkitektúr. Verkin voru allt frá árinu 1890 til dagsins í dag, eftir marga þekktustu listamenn landsins.
Í september var opnuð stór sýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar en á henni mátti finna úrval verka frá 50 ára ferli þessa vinsæla og mikilvæga listamanns. Gunnar J. Árnason hélt vel sóttan fyrirlestur á opnun sýningarinnar um feril Sigurðar og var góð aðsókn að sýningunni þá rúmu þrjá mánuði sem hún stóð.
Nokkur verk hafa bæst við safneignina á árinu. Þar má til dæmis nefna tvö ljósmyndaverk eftir Sigurð Guðmundsson, skúlptúr eftir Katrínu Sigurðardóttur, ljósmyndaverk eftir Guðjón Ketilsson og málverk eftir Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur.
Á árinu 2017 gaf bankinn einnig verk úr safneigninni á góða staði. Þar má nefna stórt verk af sjómönnum eftir Svein Björnsson sem var afhent Hrafnistu í Hafnarfirði að gjöf í desember. Sumarið 2016 voru Dyngju, nýlegu hjúkrunarheimili á Egilsstöðum, einnig færð að gjöf tvö verk eftir listamanninn Steinþór Eiríksson.
Virðing fyrir umhverfinu
Við hjá Arion banka leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif starfsemi bankans á náttúruna. Þannig berum við virðingu fyrir umhverfi okkar. Markmið okkar er að umhverfisvitund endurspeglist í rekstri bankans, stjórnun, ákvarðanatöku og daglegum störfum starfsfólks.
Við höfum ýtt úr vör margs konar verkefnum sem ætlað er að draga úr umhverfisáhrifum starfsemi bankans.
Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá okkur. Við viljum tryggja heildstætt yfirlit yfir umhverfisáhrif sem starfsemi okkar kann að hafa og lágmarka neikvæð áhrif. Við höfum ýtt úr vör margs konar verkefnum sem ætlað er að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi bankans. Af þeim má nefna kaup á rafmagnsbílum fyrir vinnutengdar ferðir starfsfólks og námskeið í vistakstri, notkun umhverfisvænna umbúða og drykkjarmála, innleiðingu á samgöngustefnu fyrir starfsfólk og stuðning við skógrækt auk átaks í að bæta sorpflokkun og minnka prentun. Þá skipar rík áhersla okkar á stafræna þjónustu einnig stóran sess í að draga úr vistspori bankans og viðskiptavina hans. Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda markmið Sameinuðu þjóðanna um verndun jarðar (e. climate action).
Umhverfismarkmið Arion banka
- Flokka úrgang frá bankanum eins og hægt er hverju sinni
- Fara sparlega með orku í starfsemi sinni
- Nýta sér umhverfisvænar lausnir við prentun pappírs með nýrri tækni
- Hvetja og styðja starfsmenn til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfi og heima fyrir
- Velja umhverfisvæna vöru og/eða þjónustu við innkaup þar sem því verður við komið
- Stefna að aukinni hlutdeild pappírslausra viðskipta
- Minnka sóun
Aðgerðaáætlanir og umhverfismarkmið
Loftslagsbreytingar af manna völdum eru ein af helstu áskorunum nútímans. Arion banki undirritaði loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar í nóvember 2015 og síðan þá hefur verið unnið að því með markvissum hætti að kortleggja vistspor bankans og draga enn frekar úr neikvæðum áhrifum okkar á umhverfið. Góður árangur hefur náðst í innleiðingu á umhverfishugbúnaði frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Klöppum.
Við vinnum markvisst samkvæmt aðgerðaáætlunum okkar til að ná settum markmiðum.
Frá árinu 2016 höfum við gefið út sérstakar umhverfisskýrslur sem hluta af ársskýrslum bankans. Skýrslurnar innihalda m.a. umhverfismarkmið okkar og aðgerðaáætlanir til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Við vinnum markvisst samkvæmt aðgerðaáætlunum okkar til að ná settum markmiðum og hefur sú vinna gengið vel.
Við lítum á verkefni okkar í tengslum við umhverfismál sem ferðalag til næstu ára. Við stefnum á að auka enn betur yfirsýn yfir málaflokkinn með því að ná utan um stöðugt fleiri þætti starfseminnar sem kunna að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar.
Í umhverfisskýrslu Arion banka fyrir árið 2017 má nálgast frekari upplýsingar um helstu verkefni, árangur og markmið Arion banka í umhverfismálum.
Stuðningur við samfélagið
Arion banki styður fjölda félagasamtaka og fyrirtækja til góðra verka í samfélaginu. Arion banki er meðal annars bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar, Handknattleikssambands Íslands, Íþróttasambands fatlaðra, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Að auki styðja útibú bankans um land allt hin ýmsu málefni í sinni heimabyggð.
Arion banki er bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Samstarfið felur meðal annars í sér stuðning Arion banka við HönnunarMars, sem er einn aðalvettvangur Hönnunarmiðstöðvar til að koma íslenskri hönnun á framfæri.
Arion banki er bakhjarl Hönnunarmiðstöðvar Íslands samkvæmt þriggja ára samstarfssamningi frá árinu 2016. Samstarfið felur meðal annars í sér stuðning Arion banka við HönnunarMars, sem er einn aðalvettvangur Hönnunarmiðstöðvar til að koma íslenskri hönnun og hugviti á framfæri.
Ráðstefnan What Works fór fram í annað sinn í Reykjavík í apríl 2017. Þar var fjallað um þróun mælikvarða um félagslegar framfarir (Social Process Index) en Arion banki er einn af aðalstyrktaraðilum ráðstefnunnar samkvæmt samstarfssamningi við fyrirtækið Cognitio sem gerður var til þriggja ára frá og með árslokum 2016.
Á árinu var undirritaður samstarfssamningur Arion banka og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Bankinn er þar með hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ en fjölskyldan styður dyggilega við bak félagsins með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf og þátttöku Íslands á erlendum vettvangi. Þá endurnýjaði Arion banki einnig styrktarsamning sinn við HSÍ en bankinn hefur um árabil verið bakhjarl íslensks handknattleiks. Endurnýjuðum samningi var m.a. fylgt eftir með nýrri handknattleiksauglýsingu Arion banka en rapparinn og handknattleikskappinn Jói Pé samdi lagið Áfram fyrir þá auglýsingu.
Bankinn er hluti af Ólympíufjölskyldu ÍSÍ en fjölskyldan styður dyggilega við bak félagsins með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf.
Arion banki og Skjöldur, starfsmannafélag bankans, efndu í annað sinn til samfélagsdags á fallegum vordegi í maí. Þar tók starfsfólk til hendinni og fegraði umhverfið í kringum nokkur sambýli Reykjavíkurborgar.
Árvekniátakið Plastlaus september var haldinn í fyrsta sinn á árinu 2017. Arion banki veitti átakinu stuðning auk þess að hvetja starfsfólk sitt og viðskiptavini til að draga úr notkun einnota plasts eins og hægt er. Átakið tengist vel við umhverfisstefnu bankans sem m.a. miðar að því að draga úr plastnotkun. Nánar má lesa um verkefni því tengd í umhverfisskýrslu Arion banka.
Að auki styðjum við veglega við fjölda góðgerðamála á borð við Krabbameinsfélag Íslands, Rauða krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Barnaspítala Hringsins auk þess sem útibú bankans á landsbyggðinni styðja við fjölbreytt íþrótta- og menningarstarf í heimabyggð sinni.
Samstarfsaðilar
Yfirlit yfir nokkra af samstarfsaðilum Arion banka á árinu 2017.