EVA CEDERBALK
Formaður
Eva er fædd árið 1952. Hún er sænsk og býr í Svíþjóð. Eva var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi 23. júní 2017. Hún er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Eva er formaður stjórnar og formaður lánanefndar stjórnar. Eva er með meistaragráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics.
Eva er í dag forstjóri Cederbalk Consulting AB. Hún starfaði áður m.a. hjá Skandinaviska Enskilda Banken AB og If Skadeförsäkring AB. Hún var forstjóri Netgiro Systems AB og SBAB Bank AB og framkvæmdastjóri hjá Dial Försäkring AB. Eva hefur setið í fjölmörgum stjórnum og var meðal annars stjórnarformaður Klarna AB og sat í stjórn Gimi og Íslandsbanka. Í dag situr Eva í stjórn Bilia AB, National Bank of Greece Group, Svolder og Ikano Group S.A.
BRYNJÓLFUR BJARNASON
Varaformaður
Brynjólfur er fæddur árið 1946. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi 20. nóvember 2014. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Brynjólfur er formaður endurskoðunarnefndar stjórnar og situr í lánanefnd stjórnar. Brynjólfur útskrifaðist með MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971. Í dag einbeitir Brynjólfur sér að stjórnarsetu í ýmsum fyrirtækjum.
Brynjólfur hefur starfað m.a. sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, forstjóri Skipta, forstjóri Símans og sem forstjóri Granda hf. Hann starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri AB bókaútgáfu og sem forstöðumaður hagdeildar VSÍ. Brynjólfur hefur mikla reynslu af stjórnarsetu og hefur setið í fjölmörgum stjórnum í gegnum tíðina og gegnt stjórnarformennsku í nokkrum þeirra.
JAKOB MÁR ÁSMUNDSSON
Stjórnarmaður
Jakob er fæddur árið 1975. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á aðalfundi 9. mars 2017. Jakob er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Jakob situr í áhættunefnd stjórnar. Jakob lauk doktorsnámi í iðnaðarverkfræði frá Purdue University árið 2002. Árið 2000 útskrifaðist hann með MA-gráðu í iðnaðarverkfræði frá University of Illinois og BS-gráðu í iðnaðar- og vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998.
Jakob starfar sem lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Áður starfaði hann m.a. hjá Straumi fjárfestingarbanka, fyrst sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og síðar sem forstjóri. Jakob var þar áður framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs hjá ALMC hf. og framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Straumi-Burðarás. Þá starfaði Jakob hjá Intel Corporation. Jakob sat í stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja frá 2013 til 2015 og situr í dag í stjórn Solid Clouds ehf. og Jakás ehf. auk þess að vera nefndarmaður í prófnefnd verðbréfaviðskipta.
JOHN P. MADDEN
Stjórnarmaður
John P. Madden er fæddur árið 1973. John er með bandarískan og breskan ríkisborgararétt og býr í Bretlandi. Hann var fyrst kjörinn í stjórn Arion banka á hluthafafundi bankans þann 15. september 2016. John er ekki hluthafi í bankanum og er háður stjórnarmaður. John situr í áhættunefnd og starfskjaranefnd stjórnar. John útskrifaðist með BA-gráðu í hagfræði frá Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1996.
John starfar sem framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi ehf. sem á meirihluta hlutafjár í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt, Kaupskil ehf. John hefur jafnframt starfað hjá BC Partners, Arle, ICG frá árinu 2014. John hefur m.a. starfað hjá Arcapita Limited, fyrst í Bandaríkjunum en síðar í Bretlandi og hjá Lehman Brothers, New York. John situr í stjórn Fairhold Securitisation Limited og Noreco.
KIRSTÍN Þ. FLYGENRING
Stjórnarmaður
Kirstín er fædd árið 1955. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi 22. mars 2012 sem varamaður. Hún var svo kjörin sem aðalmaður á aðalfundi bankans 20. mars 2014. Hún er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Kirstín situr í starfskjaranefnd og endurskoðunarnefnd stjórnar. Kirstín lauk MA-prófi í hagfræði frá Northwestern University í Illinois í Bandaríkjunum árið 1983. Hún útskrifaðist með cand.oecon-gráðu frá Háskóla Íslands árið 1980. Kirstín hefur jafnframt lokið námi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands og diplómaprófi í evrópskum samkeppnisrétti frá Kings College í London.
Í dag starfar Kirstín sem sjálfstæður ráðgjafi. Kirstín hefur m.a. starfað sem nefndarmaður í Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð, stundakennari og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sérfræðingur við Rannsóknarstofnun í fjármálum og hagfræði við Háskólann í Reykjavík og sem hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands og hjá OECD. Kirstín hefur sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum auk þess að hafa setið í Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá árinu 2008.
MÅNS HÖGLUND
Stjórnarmaður
Måns er fæddur árið 1951. Hann er sænskur og býr í Portúgal. Hann var fyrst kjörinn sem aðalmaður í stjórn Arion banka á aðalfundi hans 24. mars 2011. Hann er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Måns er formaður áhættunefndar stjórnar og situr í lánanefnd stjórnar. Måns útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 1975.
Måns starfaði áður hjá Swedish Export Credit Corporation (SEK) sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu með sæti í framkvæmdastjórn bankans auk þess að hafa unnið bæði í Unibank sem forstöðumaður yfir Svíþjóð og Nordea sem forstöðumaður einkabankaþjónustu í Svíþjóð. Þá starfaði Måns hjá Swedbank, m.a. sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs, og hjá Götabanken í London og Stokkhólmi auk þess að hafa gegnt ýmsum störfum hjá Hambros Bank í London. Måns hefur jafnframt starfað við kennslu og rannsóknir hjá Stockholm School of Economics.
STEINUNN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
Stjórnarmaður
Steinunn er fædd árið 1972. Hún var fyrst kjörin í stjórn Arion banka á hluthafafundi 30. nóvember 2017. Steinunn er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Steinunn er með MBA-gráðu frá Thunderbird í Arizona og BA-gráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálafræði frá University of South Carolina.
Steinunn Kristín starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Beringer Finance í Noregi auk þess að gegna stöðu forstöðumanns alþjóðadeildar fyrirtækisins á sviði matvæla og sjávarfangs. Þá stofnaði Steinunn ráðgjafarfyrirtækið Akton AS í Noregi og var framkvæmdastjóri þess til 2015. Hún starfaði áður hjá Íslandsbanka (síðar Glitni), fyrst sem forstöðumaður alþjóðalánveitinga og síðar sem framkvæmdastjóri bankans í Bretlandi. Steinunn sat áður í stjórn Silver Green AS og Silver Green TC AS, Versobank AS í Eistlandi, stjórn Bankasýslu ríkisins og sem varamaður í stjórn Kredittbanken, síðar Glitnir Norway. Í dag er Steinunn meðlimur í Exedra, vettvangi umræðna fyrir fjölbreyttan hóp kvenna í atvinnulífinu, og situr í stjórn Cloud Insurance AS, Acton Capital AS og Akton AS og Bresk-íslenska viðskiptaráðinu og er varaformaður í Norsk-íslenska viðskiptaráðinu.
ÞÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR
Stjórnarmaður
Þóra er fædd árið 1974. Hún var fyrst kjörin sem aðalmaður í stjórn bankans á aðalfundi hans 21. mars 2013 eftir að hafa setið sem varamaður í stjórn síðan á aðalfundi bankans þann 24. mars 2011. Hún er ekki hluthafi í bankanum og er óháður stjórnarmaður. Þóra á sæti í endurskoðunarnefnd og er formaður starfskjaranefndar stjórnar. Þóra lauk kandídatsprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2000 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2002. Þóra hefur starfað sem sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík í vátrygginga-, samninga- og skaðabótarétti frá 2011.
Þóra hefur m.a. starfað hjá tryggingarfélögunum Tryggingamiðstöðinni hf. og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í dag situr hún í stjórn Virk Starfsendurhæfingarsjóðs, stjórn Lögfræðingafélags Íslands og er framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga. Þá er Þóra einnig formaður í úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, formaður úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna og formaður nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð.
Varamenn í stjórn eru:
Ólafur Örn Svansson hæstaréttarlögmaður, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir lögfræðingur og Þórarinn Þorgeirsson héraðsdómslögmaður.